Jæja. Þessi vefur held ég að sé ekki alveg að gera sig.
Seinustu fjóra daga hafa aldrei komið fleiri en 2 linkar á dag en af þeim whopping 8 linkum sem komið hafa inn síðan 2. júní má meðal annars nefna æsispennandi titla eins og:
<b><a href="http://www.textavarp.is“>”Íslenska Textavarpið“</a></b> - Jú, þú giskaðir rétt. Þetta er bara plein linkur á Textavarpið á netinu. Fyndinn linkur ekki satt?
<b><a href=”http://easy.go.is/enemy/kallakoss.html“>”Kalla koss“</a></b> - Gríðarskemmtileg lesning um aðdraganda koss milli tveggja stráka og mynd í afar slöppum gæðum. Ég veit ekki, hvers tebolli er þetta?
<b><a href=”http://www.blog.central.is/bold/index.php“>”B&B“</a></b> - Linkur á heimasíðu Bold & the Beautiful-klúbbsins. Eflaust alveg hoppandi gaman fyrir þessa 3 sem eru í klúbbnum og báða vini þeirra, en fyrir alla hina held ég að þetta sé afskaplega ófyndið og súrt.
<b><a href=”http://www.afsakidhle.blogspot.com“>”Fyndið!!!!“</a></b> - Linkur á eitthvað blogg með brandara sem fengi ekki einu sinni gelgju með svefngalsa til að hlæja.
Kæri Geimur.is. Mér finnst aðdáunarvert að sjá litla manninn bjóða stóru strákunum birginn, en nú held ég að það sé kominn tími til að hætta þessu. Þetta er bara greinilega ekki að ganga.
Zedlic<br><br><b><a href=”mailto:salvar@gmail.com">salvar@gmail.com</a></