Bitmap mynd inniheldur upplýsingar um hvern pixel myndarinar; oftast 8 bita per litarás, RGB eða RGBA (þar sem alpha er transparency). Þannig verður útkoman 24 eða 32 bitar per pixel.
Vector mynd inniheldur stærðfræðilega uppskrift (en ekki punkta) að hverjum hlut, sem gerir kleift að “teikna” myndina; upprunapunkt, lengd og stefnu hvers striks; miðpunkt og radius hringja o.s.frv. Þetta þýðir m.a. að myndin skalast nánast óendanlega upp og niður (stærð) án þess að verða gróf. Vector myndir henta aðallega í skematískar/hönnunar myndir.
Vegna þessa er t.d. ekki hægt að skanna mynd inn sem vector (nema með sérstökum breytihugbúnaði/filtera), en vectormynd er ávallt kleift að vista/exporta/breyta í bitmap.
Flash, CorelDraw og fleira byggist að mestu á vectoramyndum, meðan t.d. PhotoShop vinnur almennt með bitmaps.