Varðandi daglinsur
Málið er að ég nota gleraugu og stundum daglinsur. Eftir að hafa notað þær yfir daginn hendi ég þeim eins og gert er ráð fyrir, en vinur minn var að mæla með því að ég keypti mér alvöru linsuvökva og setti daglinsurnar í hann eftir notkun og setti þær svo aftur í mig næst þegar ég þyrfti. Þess má geta að hann er að búinn að nota sama par u.þ.b. 30 sinnum og finnur ekki fyrir neinum aukaverkunum. Þá fer maður að hugsa; er þetta dag, mánaðar og árs dæmi allt bara fyrirsláttur til að við kaupum meira af linsum - eða eru virkilega einhverjar aukaverkanir af því að nota daglinsur oft, t.d. vatnstap eða eitthvað þess háttar? Maður gæti neflilega sparað sér umtalsverða fjármuni ef mánaðarskammturinn af linsum færi skyndilega að endast í fimm ár ;)