Ég var að lesa korkinn um utanlandsdownload og ég bara verð að koma þessu frá mér.
Nú eru allir að væla um að hætta að rukka fyrir utanlandsdownload og ég ætla að vera þessu fólki ósammála. Las t.d. þetta hér frá “Tholli” þar sem hann er að segja að það væri lítið mál að koma linknum í lag þó að þetta yrði frítt.
“En hvernig er hægt að færa mikið nýttan 2gb/s streng eina helgina þegar allir reyndu að hamstra dl uppá að framvegis yrði 20gb/s strengur bara fullnýttur og hægur alla daga ef það yrði ekkert limit? Fyrir utan það að það ætti að vera lítið mál að auka nýtninga á farice eitthvað,enda 720 Gb/s í boði..”
Það væri lítið mál að nýta Farice betur það er rétt, en það þarf að borga fyrir það…
Þú ert semsagt að ætlast til þess að fyrirtækin hætti að rukka um utanlands download, þá verði netið aftur á móti hægt og þér finnst sjálfsagt að þá borgi fyrirtækin svo extra pening til að fólk geti verið á netinu í ókeypis downloadi í viðunandi sambandi…….
“Semsagt að fyrirtækin borgi pening svo þeir geti hætt að rukka pening”
Hvaða fyrirtæki nokkurstaðar í heiminum helduru að myndi gera eitthvað þvíumlíkt?
Svo vil ég benda þér á að Færeyingar borga líka fyrir utanlandsdownload.
Þið eruð ekki fífl, þið verðið bara að gera ykkur grein fyrir því að við erum pínulítill markaður lengst útí rassgati.
Og vodafone var rekið með 56 miljóna króna hagnaði á síðasta tímabili, þannig að það er nú ekki eins og þeir séu að maka krókinn á kostnað fátæka almúgans í landinu með því að “ræna” hann í formi rukkunar á utanlandsdownloadi…
Takið nú hausinn útúr rassgatinu og þakkið fyrir það sem þið hafið, og ég held að þið ættuð að gera ykkur ferð og kyssa rassgatið á þeim sem stofnuðu íslandssíma á sínum tíma, þið eigið þeim MIKIÐ að þakka.