Ertu að grínast? Ertu að væla í okkur af því ÞÚ skráðir þig í tvö valpróf..?
Ég á sjálfur tvö eftir, tek allan pakkann og ég sé ekki eftir neinu. Ég lærði einstaklega vel í páskafríinu og las þá allt efnið í náttúrufræði - ég er reyndar ekki sterkur í stærðfræðinni, en helgin og mánudagurinn er til þess að læra undir þann fjanda.
Þetta er þín ábyrgð - ef þú ert alveg viss um á hvaða braut þú ætlar, þá sé ég engan tilgang í því að taka valfag sem þér er illa við.
Í byrjun 10. bekkjar ætlaði ég á náttúrufræðibraut, en með tímanum breyttist það í samfélagsfræðibraut - ég tek samt bæði prófin, því ég gæti skipt aftur um skoðun.
Horfðu frekar á þetta sem forréttindi að taka bæði - ef þér gengur vel þá hefur þú allt það val sem menntamálakerfið býður upp á í dag.<br><br>Kveðja,
<a href="
http://www.hrannarm.blogspot.com/“>Hrannar Már.</a>
<b> <font color=”#FF0000"> •</font> | S</b>amfylkingin