Ókei..hvað ertu að rugla?
Það eru MERKIN sem skipta máli í þessum bransa, og ég ætti að vita það því ég á nokkra gítara og spila mikið á gítar.
Gítarinn, búðin, selur ekki beint gæðamerki og er reynsla mín, og annarra, af þeirri búð með eindæmum LÉLEG!
Það er ekkert hægt að kaupa Ibanez gítar í Hljóðfærahúsinu á 70000 krónur, og fara svo í Gítarinn, sjá gítar sem lítur alveg eins út þar á 40000 og kaupa hann frekar, því það er innihaldið sem skiptir máli, ekki útlitið!
Þú segir “þú getur keypt´þér rafmagnsgítar í Gítarnum á 30þús. Nýr og allt klabbið með. Miklu sniðugara!”
En málið er að gamall Ibanez (t.d. Ibanez JEM)gítar er miklu betri en nýr Apollogítar frá Gítarnum (búðinni)
Þannig, systir þín á gítar sem er ALVEG eins og seldur er hvar? Í Gítarnum? já okei, frábært hjá henni, en eins og ég sagði áðan þá eru það merkin sem skipta máli - ekki útlitið eða stærðin.
Og VERÐIÐ segir oft til um merkin og gæðin, þannig að Damon vill greinilega fá góðan notaðan gítar á c.a. 40000 kr. sem er ekkert ósennilegt verð fyrir gítar í þannig lagi.
Vonandi skilur þú þetta svar mitt.<br><br>Kveðja,
Hrannar Már.
<b> <font color=“#FF0000”> •</font> | S</b>amfylkingin