Það er nefnilega magnað hvað fólk getur verið fast í viðjum vanans. Ég veit það að ég sjálfur notaði MS IE og Outlook og fannst ekkert að því, þrátt fyrir að heyra aðvaranir öðru hvoru. Það var ekki fyrr en ég fór að nota annað stýrikerfi en Windows að ég fór að átta mig á hve slæm umrædd forrit voru.
En ég komst a.m.k. stóráfallalaust frá Windows með IE og Outlook notkun. Það sama er ekki hægt að segja um pabba og dóttur sambýliskonu hans. Ég er þegar búinn að strauja aðra vélina þeirra, hin bíður eftir að fá athygli vegna sýkingar.
Það fyrsta sem ég geri eftir að hreinsa til er að setja upp Mozilla hjá þeim.<br><br>-
Hverjir eru bestu bjórarnir á Íslandi? Svarið er á <b><u><a href="
http://www.ratebeer.com/BestInMyArea.asp?CountryID=95“>RateBeer</a></u>.</b>
Íslenska bjórspjallið: <b><u><a href=”
http://www.beer.is">beer.is</a></u></b>.