Ég er 17 ára stelpa og búin að vera tvær annir í áfangaskóla. Nú hef ég ákveðið að fara í Verzló á næsta ári og mér var strax boðið að fara bara bein í 4. bekk og taka bara nokkur fög upp sem ég á eftir að taka úr 3. bekk. Þessi fög eru franska, bókfærsla, stærðfræði(er bara búin með 103), hagfræði og tölvur. Nú, ég spurði námsráðgjafann hvort að einhverjir gerðu þetta virkilega og hún sagði jájá, margir taka meiraðsegja 2 bekki í einu ef þeir eru eitthvað að flýta sér.
Mig langar bara að vita, ætli þetta sé einhver möguleiki? Að ég geti náð þessu? Hefur einhver hér gert eitthvað svipað?
Tek það fram að ég á mjöööög auðvelt með að læra og er alveg tilbúin til þess að leggja vinnu á mig.. En kannski er þetta of mikið :/