Ég líkti reyndar Stella aldrei saman við rauðvín á kössum. Það er smá beiskja til staðar í Stella, en í rauninni frekar lítil ef miðað er við að hann eigi að vera pilsner. M.v. sölumikla bjóra er hann tiltölulega beiskur.
Það er hins vegar stór misskilningur hjá þér að flestir bjórar á umræddum lista séu mjög beiskir. Svo er þetta listi yfir bjór. Púrtvín og rauðvín? Ef þú vilt, en þetta eru allt bjórar. Ert þú ekki bara að segja að ljósir lagerbjórar eigi að vera sér á lista. Af rauðvínsfordæminu væri það svona eins og að Merlot vín ættu að vera sér.
Þó þúsundir manns myndu smakka Stella og Duvel myndi það ekki sýna fram á að annar bjórinn væri betri, eða hvað? Allt sem ég vildi benda á var að þú myndir mjög líklega verða hissa á niðurstöðunum. Ég býð fólki oft bjóra sem það myndi finnast óvenjulegir og oftast verða viðkomandi mjög hissa og ánægðir með bjórin sem ég býð þeim. Mest kom mér á óvart að þegar ég hélt smakk fyrir tvo vini mína var það Orval sem olli mestri hrifningu, en hann er líklega meðal beiskustu bjóra sem fást hér á landi.
Ef vinsældir ákveða hvað er best hlýtur auðvitað Víking Gylltur að vera besti bjór á Íslandi.
Þessi listi í undirskriftinni minni byggir á einkunnum þeirra sem stunda www.ratebeer.com. Ég fann ekki í fljótu bragði hve margir eru meðlimir þar, en síðan fær 20þ. heimsóknir á dag. Þarna er mikið af fólki sem hefur smakkað mjög margar bjórtegundir og hefur því kynnst betur en margir hvað er í boði. Þetta er því alveg eins góð leið, ef ekki betri, en hver önnur til að finna hvað er gott. Það er enginn heilagur sannleikur í þessu, ég hefði raðað öðruvísi á þennan lista og sumir hefðu ekki komist inn og aðrir komið í staðinn. Engu að síður finnst mér þetta góður listi, sem getur einmitt bent áhugasömum á hvað er í boði, ef þeim langar að víkka sjóndeildarhringinn.
Hvað markaðssetningaraðferðir á rauðvínum hef ég lítið um að segja. Áhugi minn er nokkur fyrir léttvínum, en ekki jafn mikill og fyrir bjór. Ég er því enn síður sérfræðingur í léttvíni en bjór. Hins vegar hef ég smakkað nokkuð af léttvínum og myndi hiklaust frekar biðja um 2000 króna Bordeaux vín, en 1000 króna Chile vín, ef mér væri boðið að smakka annað hvort. Það kemur til af reynslu en ekki snobbi.
Auðvitað er ákveðinn elítismi að halda því fram að almenningur hafi ekki rétt fyrir sér. Ég held bara samt, að staðreyndin sé sú að meginþorri fólks hafi ekki nægilega reynslu á öllum sviðum til að viðhafa upplýstar skoðanir, nema kannski á örfáum. Þetta á líka við um mig, þó ég vilji meina, að á nokkrum sviðum sé skoðun mín upplýst, hvers virði sem það kann að vera.
En á endanum snýst þetta um smekk. Ég get ekki sagt einhverjum sem finnst Orval vondur að þetta sé góður bjór. Þetta gæti jafnvel verið mesti bjórgæðingur, en samt félli bjórinn bara ekki að hans smekk. Málið er, að sumir eru bara sáttir við það sem þeir þekkja og vilja ekkert leita lengra. Það er ekkert rangt við það, en það hlýtur að hamla því að þeir geti byggt með sér upplýsta skoðun.<br><br>-
Hverjir eru bestu bjórarnir á Íslandi? Svarið er á <b><u><a href="
http://www.ratebeer.com/BestInMyArea.asp?CountryID=95">RateBeer</a></u>.</