Hmm, ég er líklega ekki besti maðurinn til að orða fyrir þig hvernig leikur Torment er, það eru mörg góð (og jákvæð) ‘review’ um þennan leik á víðavangri.
En, ef ég þyrfi að lýsa Torment sem best myndi ég segja að hann einbeitir sér mjög mikið á ‘Role-Playing’ hliðina á Roleplaying leikjum. Það eu óendanlega mikið af texta/samtölum ‘dialogue’ í þessum leik.
Það bætast t.d. gríðarlegt magn af möguleikum við ef þú ert gáfaður svo að það er mjög freystandi að vera mage og sleppa ofur massaða bardagamanninum bara fyrir þá ástæðu að geta talað meira.
Leikurinn snýst einfaldlega um þig, þú vaknar inni í líkhúsi einn daginn og hefur ekki grænan Guðmund um hver þú ert eða hvernig þú komst þangað, s.s. þú heitir ‘The Nameless One’ allan leikinn.
Leikurinn gengur út á það að finna út hver maður er, en þetta er ekki eitthvað ‘ég fékk stein í hausinn í gær og gleymdi hver ég var’ dæmi.
Ónei, sagan er hreint og beint ótrúlega flott og það er gríðarlega mikið hægt að finna út um hver maður var (ég er nokk viss um að ég hafi misst af miklu magni í þeim geiranum).
Segjum t.d. svo að þú hittir gamla konu úti á markað, þú spyrð hana eitthvað út í eitthvert verkefnið, eitt leiðir af öðru viti menn.
Hún sá mann sem leit nákvæmlega út eins og þú með sömu konu og þú hafðir áður séð í formi draugs, sprell lifandi og það bara fyrir nokkrum mánuðum. Þá hafðiru hinsvegar verið allt annar maður, harður nagli. Svo seinna í leiknum finnuru að á öðru skeiði lífsins að þú hafir verið snarruglaður gaur sem gerðir gildru fyrir þig sjálfan eftir að þú misstir minnið til að drepa þig/sig. Ég vill helst ekki spilla sögunni þó það sé eiginlega ekki hægt þar sem hún er svo margþætt..
Svo verður maður að minnast á karakterana sem þú færð í lið með þér. Þeir eru eitthvað á bilinu 6-8 karakterar sem þú færð í gegnum leikinn (fullt af auka verkefnum og baksviðssögum sem spila inn í ef þú vilt krækja þér í eitt stykki fornan galdramann sem festi óvart sjálfan sig í helvíti).
Einn þeirra, Morte, svo dæmi sé tekið er ekkert annað en fljúgandi hauskúpa. Ekki þó einhver niðurdrepandi eða ógnvekjandi hauskúpa heldur bráðfyndinn rugludallur sem þó deilir með þér sterkum böndum.
Svo eru a.m.k. tvær spúsur í leiknum sem eru mjög mismunandi en skemmtilegir karakterar sem þú getur hugsanlega krækt þér í (ég viðurkenni, kallinn minn var enginn nóbelsverðlaunahafi).
Úff hvað get ég sagt ?
Þetta er frábær leikur, ég er engann veginn hæfur til þess að lýsa honum. Ég bjóst ekkert við miklu þegar ég byrjaði að spila hann fyrir all löngu síðan, en hann varð eins og ég bennti á, einn af uppáhaldsleikjunum mínum.
p.s. hann kostar líklega sirka 500 kall :) ….
Og er þrisvar sinnum meira virði!<br><br>A house is never silent in darkness to those who listen intently, there is a whisper in distant chambers, an unearthly hand presses the snib of the window, the latch rises. Ghosts were created when the first man woke in the night.
Stranger things have happened