1 Aprílgöbbin í fjölmiðlum
Ég er núna búinn að sjá 1 gabb í dag í fjölmiðlum, og var það gabb í Fréttablaðinu og snerist um það að íslenska Id*lið væri komið yfir á Skjá Einn og Simon Cowell og Bubbi ætluð að dæma í undankeppnum í dag… Mér finnst þetta nú afburðar léglegt gabb, og er það aðallega vegna þess að það er ekkert búið að fjalla um þetta í fjölmiðlum að undanförnu… Eins og tíðkast hérna á Íslandi er skrifaðar fréttir um það að heimsfræg manneksja sé að koma til landsins langt áður en þeir koma hingað… Svo var líka annað sem eyðilagði þetta og það var að Id*lið væri farið á Skjá Einn, ef það væri orðið að veruleika hefðu verið heitar umræður um það í þáttum eins og Kastljósinu, Ísland í dag og Laugardags kvöld með Gísla Marteini, en það hefur ekki verið neitt svoleiðis… Þannig ég ráðlegg starfsfólki Fréttablaðsins að finna betri Aprílgabb á næsta ári ef þau vilja toppa göbb eins og Keikó gabbið fyrir nokkrum árum og MacDonalds í fyrra…