Jæja, ég ákvað að pósta þessu hér í eitt skipti fyrir öll. Þannig eru nefninlega mál með vexti að ég er að vinna í sveit og þar eru mikið hlustað á útvarp, ekkert X-ið 977 eða FM 957 heldur bara plain old Gamla gufan. Ég er nú diggur hlustandi bæði Rás 1 og 2 þó svo ég stilli á t.d. X-ið þegar ég hef tækifæri til (maður má víst ekki æra eldri borgarana ;).
Síðan á laugardagsmorgun var ég komin út fyrir klukkan 8 til að vinna og sömuleiðis sunnudagsmorguninn. Alltaf kveikt á útvarpinu í fjósinu og svona og allt í lagi með það þar til í gærmorgun. Þá tók ég eftir því að það lögin sem voru spiluð á lau. morgun voru spiluð aftur, í nákvæmlega sömu röð. Meðal annars var þarna endurgerð útgáfa af The Wind cries Mary, The Who - Pinball Wizard og svo líklega Britney Spears - Toxic.
Þá hef ég líka tekið eftir heilu geisladiskunum í spilun, t.d. B-diskurinn á Ríó Tríó - Það getur varla versnað úr þessu (eða eitthvað álíka).
Ég skil ekki hvernig útvarp í ríkiseigu getur farið svona með þegna sína. Ekkert nema pirrandi. Næstu eins pirrandi og þegar Broddi Broddason kom fram í sjónvarpi eða þegar ekkjan hans Jóns Múla sagði: “Afsakið, svona skellir mega ekki heyrast í útvarpi.”
<br><br>Það þarf ekki alltaf að skrifa <a href="http://www.hrekkjalomur.tk"> eitthvað…</a