Er hér með smá pælingu. Var að lesa þessa frétt frá Félagsþjónustunni.
<b>Tilvitnun:</b><br><hr><i>Það voru 11 konur sem útskrifuðust úr hópi 3 í Kvennasmiðjunni föstudaginn 27. febrúar sl. Þær hófu nám sitt fyrir 18 mánuðum síðan eða í september 2002.
Í náminu hafa þær lært ýmislegt, eins og t.d. íslensku, ensku, heimilisbókhald, myndmennt o.fl. hjá Námsflokkum Reykjavíkur. Hjá Hússtjórnarskólanum lærðu þær heilbrigðisfræði, næringarfræði, vörufræði, matreiðslu og handavinnu. Einnig hafa þær verið í tölvukennslu, á fjármálanámskeiði og ýmislegt fleira. Sl. sumar voru þær á sérstöku sumarnámskeiði þar sem ýmislegt var í boði eins og danskennsla, jóga, gönguferðir og ýmiskonar dagsferðir. Einnig hafa þær verið í sjálfsstyrkingu einu sinni í mánuði yfir námstímann. Í lok námsins var kennsla hjá Mími símenntun.
Kvennasmiðjan er samstarfsverkefni Tryggingastofnunar ríkisins, Félagsþjónustunnar í Reykjavík, Vesturgarðs og Miðgarðs. Nám í Kvennasmiðjunni er 18 mánuðir og fá nemar greidda endurhæfingaröorku frá TR á námstímanum, en Félagsþjónustan greiðir allan námskostnað.
Markmiðið með Kvennasmiðjunni er að auka lífsgæði einstæðra mæðra sem búa við mikla félagslega erfiðleika og styðja þær til sjálfshjálpar </i><br><hr>
Þetta er allt saman afar jákvætt. Og að sjálfsögðu boðið uppá margt fleira en bara hússtjórn. En mér finnst undarlegt að eingöngu konum skuli standa slíkur fróðleikur til boða. Eða er það vitleysa hjá mér? Stendur körlum sem búa við fjárhagslega erfiðleika og þarfnast styrks til sjálfshjálpar einnig til boða að auka lífsgæði sín með námskeiðum hjá hússtjórnarskólanum? Ég efast ekki um að sumir karlmenn þarfnast þess engu að síður en konur jafnvel þó það sé staðreynd að atvinnuleysi er meira meðal kvenna.