Ég virkilega þoli ekki að búðir séu að rukka sérstaklega fyrir pokana. Er virkilega svona mikilvægt að rukka mann um nokkra tíkalla eftir að maður eyðir mörgum þúsundum hjá þeim ? Geta þeir ekki bara sett þetta inn í vöruverðið ? Alveg eins og laun starfsmanna og fleira….
Starfsmenn spyrja líka sjaldan hvort maður ætli að fá sér poka eða ekki.. og þá áttar maður sig á því EFTIR að búið er að renna kortinu í gegn.
Síðan eru líka mörg fólk sem að taka poka án þess að borga fyrir þá, og engin er að stöðva þau á leiðinni út fyrir þjófnað.
Losna við þetta vesen og reikna bara með því að borga fyrir þessa aumu poka með gróðanum af vörunum, mikið einfaldari og þægilegri viðskipti. <br><br>______________________________________________________________________________________________
<b>Fairy power!</