Wikipedia er verkefni sem hefur verið í gangi á netinu síðan 2001, það felur í sér sköpun opinnar og ókeypis alfræðiorðabókar sem er algjörlega byggð á framlögum notenda. Þetta verkefni hefur þanist út hraðar en nokkurn gat órað fyrir og bæði magnið og gæðin af efni sem hefur verið skrifað á Wikipedia er ótrúlegt. Hver sem er, já hver sem er getur búið til grein á Wikipedia eða breytt einhverri sem er þar fyrir, þú getur verið byrjaður að breyta og bæta eftir nokkrar sekúndur reyndar! Nú kynni einhver að spyrja: ef þetta er allt svona frjálst og óheft, eru þá ekki fullt af fávitum sem vaða þarna uppi og skemma fyrir hinum? Svarið er klárt nei, þó að vissulega séu framin skemmdarverk þá eru þeir sem hafa áhuga á að byggja upp góða alfræðiorðabók mun fleiri og skemmdarverk eru aldrei mjög langlíf þar eð allir hafa frelsið til að snúa þeim við. Í dag náðist langþráð takmark þegar grein númer 500.000 var samin fyrir Wikipedia verkefnið en upp á síðkastið hefur mestur vöxtur verið í þeim Wikipedia útgáfum sem eru ekki á ensku, sú enska er þú enn langstærst eða með ríflega 200.000 greinar og ört vaxandi!

Wikipedia er til á íslensku líka en eins og sakir standa er hún frekar fátækleg og umhverfið hefur ekki enn verið þýtt á íslensku en það þýðir ekki að ekki sé hægt að hefjast handa við uppbyggingu hennar. Ég skora því á sem flesta að heimsækja http://is.wikipedia.org og kynna sér umhverfið og síðan bara að byrja að skrifa góðar upplýsandi greinar um hvað sem er! Takk fyrir mig.<br><br>&#22914;&#26524;&#20320;&#19981;&#21516;&#24847;&#25105;, &#20320;&#26159;&#20943;&#36895;
&#22914;&#26524;&#20320;&#19981;&#21516;&#24847;&#25105;, &#20320;&#26159;&#20943;&#36895;