Kíkti á nýja framboðsvef trúðsins okkar allra, Ástþórs Magnússonar. Ekki mikið að segja um þá heimsókn annað en það að ég rakst á svolítið skondið í notendaskilmálunum sem birtast áður en maður skráir sig á spjallið þarna (Skáletranir frá mér):

Notendaskilmálar Forsetakosningar.is
———–
- <i>Haga skal notkun í samræmi við góða siði og umgengnisreglur sem almennt eru viðurkenndar á Internetinu. Ærumeiðingar, tilhæfulausar ásakanir og árásir á aðra notendur eru ekki liðnar. Þursar(e. “Trolls”), þ.e.a.s. þeir sem hafa það eina markmið að koma af stað rifrildum, eru ekki umbornir. Stjórnendur áhugamála og yfirstjórnendur huga meta það hverju sinni hvort viðkomandi notandi sé að þursast eður ei.</i>
- Notendur verða að skrá sig undir réttu nafni og netfangi. <i>Óheimilt er að nota aðgang annarra. Þar með talið er óheimilt að lána óviðkomandi aðgangsorð, nota kennitölu annarra, reyna að komast yfir aðgangs- og lykilorð annarra eða nota á annan hátt gögn eða samskipti sem tilheyra öðrum.</i>
- <i>Óumbeðnar fjöldasendingar eru með öllu óheimilar.</i>
- <i>Fylgja skal þeim reglum sem gilda á spjallrásum (IRC). Notkun þeirra er þó á eigin ábyrgð.</i>
- <i>Óheimilt er að birta efni sem ekki er í samræmi við lög og reglur eða almennt velsæmi, þar með talið ærumeiðandi efni. Allt efni er birt á ábyrgð höfundar.</i>
- Vefstjóri <i>áskilur sér rétt til að ákvarða hvort tiltekin samskipti teljast brjóta í bága við þessar reglur.</i>
- <i>Skilmálar þessir gilda fyrir alla notkun á </i>forsetakosningar.is <i>í hverri mynd sem hún kann að vera. Þeir kunna að vera endurskoðaðir án fyrirvara ef þörf krefur.</i>
- <i>Ef skilmálar þessir eru brotnir getur það valdið tafarlausu banni án fyrirvara.</i>
———–

Notendaskilmálar Hugi.is:
———–
- <i>Skilmálar þessir gilda fyrir alla notkun á </i>Huga.is<i> í hverri mynd sem hún kann að vera. Þeir kunna að vera endurskoðaðir án fyrirvara ef þörf krefur.</i>
- <i>Ef skilmálar þessir eru brotnir getur það valdið tafarlausu banni án fyrirvara.</i>
- Hugi.is mun eftir fremsta megni tryggja öryggi og trúnað viðskiptavina og þeirra gagna sem þeir kunna að geyma á Huga.is.
- Hugi.is ber þó hvorki ábyrgð á tjóni sem kann að orsakast af notkun né ef ekki er hægt að nota þjónustuna af einhverjum ástæðum. Hugi.is ber ekki ábyrgð á gögnum sem kunna að tapast eða skemmast sem geymd eru á búnaði Huga.is. Hugi.is ber ekki ábyrgð á tjóni sem þriðji aðili veldur, til dæmis með skemmdum á efni sem Hugi.is geymir á búnaði sínum.
- <i>Haga skal notkun í samræmi við góða siði og umgengnisreglur sem almennt eru viðurkenndar á Internetinu. Ærumeiðingar, tilhæfulausar ásakanir og árásir á aðra notendur eru ekki liðnar. Þursar(e. “Trolls”), þ.e.a.s. þeir sem hafa það eina markmið að koma af stað rifrildum, eru ekki umbornir.
Stjórnendur áhugamála og yfirstjórnendur huga meta það hverju sinni hvort viðkomandi notandi sé að þursast eður ei.</i>
- <i>Óheimilt er að nota aðgang annarra. Þar með talið er óheimilt að lána óviðkomandi aðgangsorð, nota kennitölu annarra, reyna að komast yfir aðgangs- og lykilorð annarra eða nota á annan hátt gögn eða samskipti sem tilheyra öðrum.</i>
- Óheimilt er að nota aðganginn til að að brjótast eða að reyna að brjótast inn í tölvukerfi eða tölvunet annarra eða til að valda tjóni á búnaði eða gögnum. Hugi.is ber ekki ábyrgð á því tjóni sem slíkt kann að valda.
- Óheimilt er að trufla samskipti eða valda óeðlilegu álagi á tengingum annarra.
- <i>Óumbeðnar fjöldasendingar eru með öllu óheimilar.</i>
- <i>Fylgja skal þeim reglum sem gilda á spjallrásum (IRC). Notkun þeirra er þó á eigin ábyrgð.</i>
- <i>Óheimilt er að birta efni á heimasíðum sem ekki er í samræmi við lög og reglur eða almennt velsæmi, þar með talið ærumeiðandi efni.</i>
- Hugi.is <i>áskilur sér rétt til að ákvarða hvort tiltekin samskipti teljast brjóta í bága við þessar reglur.</i>
———–

Fannst bara fyndið hvernig þetta er afritað nánast orðrétt… <font color=“#FFFFFF”>Og nei, ég er ekki stuðningsmaður Ástþórs.</font><br><br>- Royal Fool

<a href="http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=userinfo&user=RoyalFool&syna=msg“>Skilaboð</a> | <a href=”mailto:royalfool@internet.is“>royalfool@internet.is</a> | <a href=”http://royalfool.blogspot.com“>royalfool.blogspot.com</a>

Stjórnandi á <a href=”http://www.hugi.is/leikjatolvur“>Leikjatölvur</a>, <a href=”http://www.hugi.is/blizzard“>Blizzard Leikir</a>, <a href=”http://www.hugi.is/finalfantasy“>Final Fantasy</a> og <a href=”http://www.hugi.is/cc">Command & Conquer</a