Hmm…hvernig væri nú að þeir á <a href="http://www.mbl.is“>Mbl.is</a> færu nú aðeins að lesa yfir fréttirnar áður en þeir senda þær inn? Það er nánast alveg undantekning ef að það kemur inn frétt sem er villulaus. Mér finnst nú alveg lágmark að svona virt blað eins og Morgunblaðið geti haldið úti síðu þar sem að fréttirnar eru svona nokkurn veginn villulausar.

Hér er svona smá dæmi um hvað ég er að tala um:

Íranar segjast hafa náð miklum árangri í þróun kjarnorkueldsneytis

Írönsk stjórnvöld viðurkenndu í dag, að „mikill árangur” hefði náðst í þróun kjarnorkueldsneytis. Sögðu Íranar að leynilegri áætlun, sem sendimenn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar í Vín upplýstu um í gær, væri ætlað að uppfylla orkuþarfir þjóðarinnar.
En Hamid Reza Asefi, talsmaður utanríkisráðuneytis Írans, neitaði að viðurkenna að eftirlitsmenn kjarnorkumálastofnunarinnar hefðu fundið teikningar að tæknabúnaði, sem hægt væri að nota til að auðga úran fyrir kjarnorkuvopn.

„<b>Íslenska</b> lýðveldið Íran hefur náð miklum árangri á sviði kjarnorkueldsneytistækni,“ sagði Asefi í yfirlýsingu. Vegna viðskiptaþvingana, sem Bandaríkin hafa beitt undanfarin 25 ár, hafa komið upp erfiðleikar í rekstri kjarnorkuversins í Bushehr og því varð Íran að auka á þekkingu sína á sviði kjarnorkueldsneyti til að mæta orkuþörf á næstu áratugum.”

Sendimenn sögðu í gær að eftirlitsmenn á vegum kjarnorkumálstofnunarinnar hefðu fundið teikningar af tæknibúnaði sem hægt sé að nota til að framleiða úran í kjarnorkuvopn. Um er að ræða svonefnda P-2 skilvindu sem nota má til að auðga úran og er hún mun fullkomnari en P-1 skilvindan sem Íranar viðurkenna að hafa notað til að auðga úran í friðsamlegum tilgangi. Írönsk stjórnvöld fullyrtu á síðasta ári að þau hefðu veitt stofnuninni allar upplýsingar um kjarnorkuáætlun sína.


P.s Ég er ekki að segja að þeir geti ekki stundum gert einhverjar villur en það er orðið fullmikið þegar það er nánast orðin undantekning að finna frétt sem er villulaus.
<br><br><font color=“silver”>——-
Zyklus

<a href="http://www.hugi.is/hl“>CS</a>: Zyklus
<a href=”http://virtualtuning.org/cod/“>CoD</a>: Zyklus
<a href=”http://www.mirc.com">Irc</a>: Zyklus-</font
Zyklus