Þið hafið augljóslega ekki kynnt ykkur landslög..
Í 210 grein almennra hegningarlaga stendur;
“Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta sektum …1) eða fangelsi allt að 6 mánuðum.
Sömu refsingu varðar það að búa til eða flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt út klámritum, klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum, eða hafa þá opinberlega til sýnis, svo og að efna til opinbers fyrirlestrar, eða leiks, sem er ósiðlegur á sama hátt. [Þegar slíkt efni sýnir börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt getur refsing þó orðið fangelsi allt að 2 árum.”
Þessi blöð voru skilgreint klám á stöðluðum skala (man ekki í svipinn hvað hann hét) auk þess sem þau voru ekki í plasti, og því ástæða til að telja að ung börn geti leitað í þessi blöð.
Þessar stúlkur gerðu þetta ekki á vegum neinna samtaka, þeim einfaldlega ofbauð það að sjá þetta á bensínstöðvum og í bókabúðum.
Þær sögðu sjálfar að þeim væri nokk sama um blöð eins og bleikt og blátt, en þetta voru blöð sem innihéldu gróft klám, tilvísanir í kynlíf með ungmennum undir lögaldri og kvenfyrirlitningu.
Þetta er ekki verk feminista, heldur 3 manneskja sem að eru augljóslega jafnmikil í orði og á borði.
Ég tek ofan af fyrir þessum stelpum.<br><br>Hrist og Mist
vil eg að mér horn beri,
Skeggjöld og Skögul,
Hildur og Þrúður,
Hlökk og Herfjötur,
Göll og Geirölul,
Randgríð og Ráðgríð,
og Reginleif;
Þær bera einherjum öl.
- Grímnismál 36