Var að skoða <a href="http://www.mbl.is/mm/frettir/togt/frett.html?nid=1069628“>moggann</a> áðan, rakst á þessa frétt:

<i><b>Stóraukið erlent áhorf á innlenda netmiðla</i></b>

<i>Fyrirtækið Modernus, sem mælir notkun íslenskra vefja, hefur sent frá sér tilkynningu vegna stóraukins erlends áhorfs á innlenda netmiðla undanfarnar vikur. Segir í tilkynningunni að það sé í sjálfu sér gleðiefni að innlendir netmiðlar skuli í vaxandi mæli fá erlenda athygli en hins vegar sé Modernus nokkur vandi á höndum ef listi Samræmdrar vefmælingar eigi fyrst og fremst að endurspegla netnotkun almennings á Íslandi.
Í tilkynningunni kemur fram, að <b>hugi.is</b> vermi nú efsta sæti lista Samræmdrar vefmælingar með 180.082 gesti. Í viku númer 50 á síðasta ári mældust gestir <b>huga.is</b> 233.446. „Fjöldi sem þessi getur með engu móti endurspeglað innlent áhorf í þjófélagi sem telur aðeins um 290.000 manns. Innlent áhorf á <b>huga.is</b> nemur um 50% af heildargestafjöldanum, en samsvarandi hlutfall hjá mbl.is er um 86%, um 95% hjá leit.is, og aðeins um 3% á leikjavefnum eve-online.com svo dæmi sé tekið.

Markmið Modernus með birtingum á samræmdum upplýsingum um áhorf á netmiðlana er að sýna með sanngjörnum hætti áhorfið (gestafjöldann og innlitin) og notkunina (fjölda síðuflettinga) á innlendum netmiðlum. Samræmd vefmæling var upphaflega sett á fót til þess að kaupendur netauglýsinga gætu með aðveldum hætti séð hvaða innlenda netmiðla almenningur nýtir sér helst og í hve miklum mæli. Þegar erlend notkun netmiðila á lista Samræmdrar vefmælingar (einsog í tilfelli á <b>huga.is</b>) er að mestu tilkomin vegna niðurhals erlendra notenda á vistuðu efni frá þriðja aðila, hækkar gestafjöldinn mun meira en fjöldi innlita og flettinga,” segir í tilkynningunni.</i>

*hvísl*P.S. JR, millifærðu upphæðina á reikninginn minn í sviss…*/hvísl*
<br><br><b>Latínusetning vikunnar:</b>

<font color=“#C0C0C0”><i>Eheu, horsum venit vir qui fert locustas!</i></font>

<font color=“#00FFFF”><i>Uh-oh, here comes the lobster man!</i></font
Admin@hp since 26. june 2003 - 10:25