Höfundaréttarlög banna opinbera birtingu á efni annarra manna án þeirra leyfis. Þar segir ekkert orðrétt um netið eða vefsíður eða neitt slíkt. Mér finnst það bara liggja í augum uppi að birting á netinu er opinber birting og ég er 99,999999% viss um að dómstólar myndu dæma skv. því.
Þú getur lesið þessi lög <a href="
http://www.althingi.is/leit.php4?stofn1=true&texti1=h%F6fundar%E9ttur“>hér</a> (smelltu á tengilinn ”1972 nr. 73 29. maí Höfundalög“ undir Lagasafn).
Það er athyglisvert að í 5. gr. þessara laga segir: ”Sá, sem þýðir verk, aðhæfir það tiltekinni notkun, breytir því úr einni grein bókmennta eða lista í aðra eða framkvæmir aðrar aðlaganir á því, hefur höfundarétt að verkinu í hinni breyttu mynd þess. Ekki raskar réttur hans höfundarétti að frumverkinu."
Þetta þýðir væntanlega að það er löglegt að þýða greinar og senda þær inn, enda er þýðing afrakstur andlegrar starfsemi þýðandans og því öðlast þýðandinn að einhverju leyti höfundarétt á þýðingunni (þú mættir t.d. ekki birta <i>mína</i> þýðingu á einhverri bók nema með mínu leyfi); en það raskar ekki höfundarétti á frumverkinu og þess vegna verður maður að geta höfundar frumverksins þegar maður birtir þýðingu sína.<br><br>____________________________________
<b>Aut tace aut loquere meliora silentio.</