Langar að minna á smásagnakeppni Rithringsins sem hefur þemað hrylling. Samkeppnin er öllum opin.


Hrollvekja er að sjálfsögðu afar teygjanlegt hugtak, það sem hryllir einn finnst öðrum hversdagslegt eða fyndið svo við búumst við afar fjölbreyttum sögum.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt eru beðnir að skrá sig á forsíðu Rithringsins milli 24. og 31. janúar.
Þeir munu þá fá tímabundinn séraðgang og senda söguna inn í gegnum hann.

Sögurnar skulu vera milli 1.000 og 5.000 orð.

Mun dómnefnd velja úr þrjár bestu sögurnar og verðlaunin eru af ýmsum toga.

Við vonumst til að sem flestir taki þátt

Kveðja,<br><br><a href="http://www.rithringur.is">Rithringur.is</a