Jæja, ég lét loksins verða að því að fara í bíó og skellti mér á LOTR- The Return Of The King.
Myndin er algjört æði, og ég verð nú að viðurkenna að ég táraðist eins og 2svar sinnum…!!
Ég hefði nú notið þess betur að horfa á þessa mynd ef það hefði ekki verið e-r helvítis kelling og sonur hennar sem sátu til skiptis fyrir aftan mig!
Ég er ekkert að grínast, það var ekki í lagi með þetta fólk!
Helminginn af myndinni fyrir hlé sat kellingin fyrir ofan mig, og hún var alltaf að sparka í sætið. Þar sem ég er engin frekja, þá var ég ekkert að snúa mér við og biðja hana að hætta, heldur gerði ég það bara svona óbeint með því að “hálf-snúa mér við”, hún gerði þetta oft. Svo um miðjan “fyrri-hálfleik” fór hún og skipti um sæti við son sinn sem sat hinum meginn við ganginn.
Ég hugsaði með mér að þá fengi ég kannski loksins smá breik….
En neeeii….strákurinn var ekkert skárri! aftur gerði ég það sama, bara svona hálf-sneri mér við (hálf-sneri = sneri mér ekki það mikið að ég sá þau).
Svo kom hlé.
Þegar seinni hluti myndarinnar var að byrja, kom kellingin og spurði fólkið sem sat á bekknum fyrir ofan mig(sem var by the way ALLTAF að tala e-ð saman, upphátt)hvort það væri laust pláss fyrir þau bæði (hana og soninn), kallinn á þeim bekk þurfti endilega að segja já, svo að þau settust þar.
Ekki hlakkaði ég mikið til að fá þau þar. Þegar hún var að fara að fá sér sæti, tókst henni að draga úlpuna sína yfir hausinn á mér…ég gerði nú ekkert…
En jæja, seinni hlutinn var byrjaður og voru þau bæði kominn með popppoka og það skrjáfaði svo mikið að ég var farin að halda að þau fengju borgað fyrir það. Svo tóku þau upp meira nammi sem skrjáfaði meira í og það tók svona 5 mín hjá þeim að opna þann poka (ég var næstum því búin að snúa mér við og opna helv pokann fyrir þau).
Stuttu síðar fór kellingin að krumpa poppokann sem hún var búin með úr, það tók náttúrulega sinn tíma. Hún passaði sig nú á að halda á pokanum smástund en svo fengum við og litli bróðir minn hann fljúgandi á milli okkar, beint í sætið sem var á milli okkar(þar sem hann lenti ofan á jökkunum okkar). Þetta gekk nú endanlega fram af mér, þannig að ég tók pokann og henti honum á hana til baka. Og þá fékk ég ekkert svar til baka.. :D
Síðasta hluta myndarinnar voru þau svona nokkurnveginn til friðs (fyrir utan sparkið í sætin).

Þau 2 voru nú ekkert þau einu sem voru pain-in-the-ass….það hringdu svona um það bil 4 símar (þar af einn 3sinnum, fólki ætlar ekki að lærast að setja á silent þegar það er í bíó), einn svaraði actually í símann bara í miðri mynd, og hann var ekkert að tala lágt! Hann var nú ekkert sá eini sem var að tala (fólkið sem sat á bekknum fyrir ofan mig var duglegt við það líka). Svo má nú ekki gleyma strákunum 2….þeir voru svona 4-6 ára. Annar þeirra var að leika sér með kveikjara og enginn að líta eftir honum. Þeir voru bara að þvælast fremst í salnum og skemmtu sér vel við að tala hátt og skýrt saman!! Foreldrarnir voru ekkert að hafa fyrir því að fylgjast með krökkunum eða að þagga niður í þeim (hvað er fólk svona yfir höfuð að fara í bíó með krakka sem það veit að geta ekki verið til friðs!?) Þannig að fólkið í salnum sussaði á þá svona 10sinnum….
Svo var alveg ótrúlegt hvað fólki tókst að láta skrjáfa í pokunum sínum (á tímabili heyrðist varla í myndinni..og ég er ekkert að grínast með þetta).
Í hléunum og fyrir myndina var bara spilað Írafár…ég velti því fyrir mér hvað hljómsveitin hefði borgað mikið fyrir að fá að spila diskinn sinn þarna…. á meðan maður sat, beið og gat ekkert annað þá hlustaði maður svona með öðru eyranu og komst ég að þeirri niðurstöðu að fólki í Írafár er alltaf að gera sama lagið aftur og aftur…eru þau vinsamlegast beðin um að fara að koma með ný lög……

Myndin sjálf var algjört æði, en ég býst við að maður verði að fara að sjá hana aftur bara til að njóta hennar betur….
<br><br>Vissir þú að tungan í steypireyð er jafnþung og fíll?


<b>S-x is like bridge: If you don't have a good partner, you better have a good hand. </
Vissir þú að tungan í steypireyð er jafnþung og fíll?