Ég lifi enn… naumlega.
Málið er það, skal ég segja ykkur, börnin góð, að ég var í dag neydd til að fara í eitt það leiðinlegasta, eitt það mest boríng fyrirbæri sem fyrirfinnst á jarðkringlunni. Já, lesendur góðir, ég er að skrifa um fjölskylduboð.
Jújú, þau geta svo sem verið fín… ef maður *vill* á annað borð fara. Ég þekki þetta skyld-fólk mitt reyndar ekkert það mikið, ég viðurkenni það, en vá maður! Hvað með það? Eins og ég komi ekki til með að lifa af þó ég sjái ekki 20 skyldmenni á mánuði og þurfi að hanga heima hjá þeim allan daginn! Ég meina, það er ekki ein einasta manneskja þarna á mínum aldri. Ég get þó drepið tímann sem við erum ekki að éta með því að sitja og teikna og nauðga vasageislaspilaranum mínum í tætlur…
En ef ég hefði það ekki? Ef ég nú gleymdi öðru hvoru eða báðum(geislaspilara/teiknistöffi) heima? Þá myndi ég svoleiðis rotna úr leiðindum að fólkið í Ástralíu myndi kafna úr eiturgufum!
(Vá, þetta fer að líta út eins og grein…)
Og í guðanna bænum, vinsamlegast ekki koma með einhver skítaköst, hneykslist þið bara (í hljóði) fyrir ykkur sjálf ^-^<br><br><i>The night you left <a href="http://kasmir.hugi.is/winter“>me</a>, <a href=”http://kasmir.hugi.is/winter“>
I</a> was going to cry on your shoulder,
but that was when <a href=”http://kasmir.hugi.is/winter“>I</a> realized
that you are forever gone…</i>
Lúðvík: ”Hvar er hinn vitleysingurinn?“
Páll: ”Ég veit það ekki“
Lúðvík:”Þegiðu haltu kjafti!"
-Englar alheimsins