Yngvi, Þorskurinn hefur fyllilega rétt fyrir sér. Lastu ekki póst minn? Setning er ekki það sama og “sentence” í ensku. Ég skal taka eitt lítið dæmi fyrir þig.
“Ég fór í búð og í bíó.”
Þetta dæmi er ein málsgrein en tvær setningar. “Og” er samtenging og eru setningarnar tvær því “Ég fór í búð” og “í bíó.” Málsgreinar afmarkast hinsvegar af tveimur punktum og kallast því dæmið í heilu lagi ein málsgrein. Það mætti alveg bæta því við, frá setningarfræðilegu sjónarmiði, að seinni setningin: “í bíó” er ófullkomin setning þar sem að hún getur ekki staðið ein og sér (það segir enginn maður “í bíó” upp úr þurru.) Það væri mun rökréttara að segja “Ég fór í búð og ég fór í bíó” en þar gæti seinni setningin (“Ég fór í bíó”) staðið ein og sér. Þetta hljómar hinsvegar afar illa, er einfaldlega leiðinleg endurtekning. Þess vegna sleppir fólk seinni hlutanum og segir einfaldlega “í bíó”, sem kallast því ófullkomin setning.
Heimildir? Tja, ég gæti t.d. bent þér á bókina “Réttritun” eftir Ragnheiði Briem. Þú getur líka örugglega fundið eitthvað um þetta í einhverri kennslubók úr íslensku úr 10. bekk grunnskóla, ef að þú átt þær enn.
Haha og ég get nú ekki annað en hlegið að criterium. Kaldhæðnin að verki? Ég segi nú bara: Hátt hreykir heimskur sér. Dramb er CS næst :)
Ég gæti líka sagt honum að það séu til þrjár tegundir tölvutengdra íslenskuvillna. Þær eru málfræðivillur, stafsetningarvillur og svo loks innsláttarvillur. Það er mjög einfalt að greina þarna á milli. Ég skal leyfa öðrum að dæma um það hvort af þessu þrennu villa mín hafi verið. Það mætti líka alveg benda þeim á það að í upphafi allra annarra málsgreina en þessari sem þú tókst fyrir skrifaði ég stóran staf. Dæmi nú hver fyrir sig. Þín villa flokkast nokkuð augljóslega sem málfræðivilla.