Í fyrsta lagi lagði ég fram spurningu. Það er varla erfitt fyrir þig að leiðrétta hvaða misskilning sem ég kynni að hafa haft, eða staðfesta að ég hafi haft á réttu að standa. Hví það er erfitt fyrir þig veit ég ekki. Heldurðu að Vinstri grænir séu frjálshyggjumenn? Ef svo er, er ég ekki haldinn misskilningi. Ef ekki, er ég haldinn misskilngi.
Hví þú vilt ekki takast á við þessa einföldu spurningu finnst mér skrítið. Þetta gerist reyndar oft á Huga, einhver er rekinn á gat og við það verður hann fúll og snýst til varnar með að spyrja spurningar um annað efni sem varla kemur málinu við.
Hvað varðar fyrri spurningu þína, þá er það ekki misskilningur að ég sé þrítugur, en ég hef ekki rifist við þig um pólitík. A.m.k. ekki á þessum þræði.
Þá er ég augljóslega búinn að svara fyrri hluta síðari spurningar þinnar, en síðara hluta hennar á ég ekki svar við, enda þyrfti ég væntanlega aðgang að gögnum um tengingartíma og IP tölur, sem ég efast um að JReykdal vilji láta mér í té.
Ef besta tilraun þín til að móðga mig án dónaskapar er að ýja að því að ég sæki Huga mikið áttu margt eftir ólært og það fyrir utan ýmislegt um stjórnmál, bæði almennt og á Íslandi.
Það er engin ástæða til þess að ég útskýri fyrir þér hvort Vinstri grænir eru frjálshyggjumenn þegar þú getur lesið <a href="
http://www.vg.is/kate.php?fmPageID=17&fmExpandTo=00.00.00“>stefnuyfirlýsingu</a> þeirra.
Ekki að þú ættir að hafa þurft þess. Framsetning geiri2 á upprunalegum korki með tenglinum sem var á honum og fyrirsögninni hefði átt að tryggja að fólk misskildi ekki neitt.<br><br>-
”I am my words." - Bob Dylan
I don't need to fight
To prove I'm right
I don't need to be forgiven
- The Who, Baba O'Riley