Tilhvers lifum við? Ég var að spá í þessu um daginn, ég var einu sinni á þeirri hugsun að það væri tilgangslaust að lifa. En sem betur fer hef ég skipt um skoðun. Ég held að við lifum til að gera okkur ánægð, hafa gaman. Fólk finnur sér áhugamál til að lifa fyrir, fótbolti, söngur, tónlist. Sumir eru adrenalín fíklar og lifa fyrir adrenalín, blóðið streymir á ógurlegum hraða og beint í hjartað. Þetta kallast spennufíkn. Sumir lifa fyrir ástin, sjá ekki annan tilgang í lífinu, aðrið lifa fyrir mat.
Ég held að þegar að fólk sjái engann tilgang í lífi sínu er fátt gott hjá þeim. Ef ekkert vont væri til þá væri ekkert gott til, ef ekkert leiðinlegt væri til þá væri ekkert skemmtilegt til. Til er eins konar dæmi um heitt og kalt, ást og hatur, ljótt og fallegt, en ég er aðeins að reyna að koma á framfæri að það er alltaf eitthvað jákvætt við lífið. Always look on the bright side of life :)
Ég gæti nefn svo ótalmarga hluti sem fólk lifir fyrir, en ég mun aðeins koma á framfæri því sem að mér finnst.
Ég lifi fyrir ástina, vinina, fjölskylduna, tónlistina, sönginn, ég lifi fyrir lífið sem mér finnst svo æðislegt. Mér finnst frábært þegar að ég fæ ný föt, frábært þegar að ég eignast nýja vini, og ekki er hægt að lýsa tilfinningunni þegar að maður verður skotin/nn í einhverjum. Ég lifi fyrir að skemmta mér, skemmta öðrum, lestur, tónlist, pælingar, óþarfar athafnir, smáhluti sem skipta engu máli, fyrir mat, að fá nýja hluti og vera rosa glöð, gleðja aðra, hjálpa öðrum, vita að einhverjum líður vel, að gráta af gleði, bjarta hluti, ég lifi fyrir mig.