Fyrir ofangreindum aðila hef ég aldrei sýnt eina einustu virðingu. Maðurinn hefur sannað það að hann er fífl. Eins og margir vita af þessari greinargerð sem hann samþykkti um toll/skatt á allan búnað sem hægt er að búa til afrit í/á, t.d. tölvur, geisladiskar skrifanlegir, kasettur o.s.frv. þá hefur hann eins og ég segi endanlega sett punktinn yfir strikið!
Þetta finnst mér fyrir neðan allar hellur, að hægt sé að láta mann borga eitthvað sem maður þegar er þannig séð búinn að borga fyrir. Og það að auka verð á kasettum og skrifanlegum diskum (eins og þeir eru nú nógu dýrir miðað við gæði á mörgum), er hreinasta fáviska og firra!
Ekki gleyma STEF sem lagði til þessa gríðar skemmtilegu tillögu. Þessi tillaga kemur býst ég við vegna Napster málsins, þar sem höfundaréttur var mergurinn málsins.
Þetta er eitthvað sem ekki má gerast, og verður að vekja athygli fólks á þessu máli og um hvað málið snýst. Þeir sem ekki hafa fengið sent URL að síðu þar sem undirskriftarlisti er uppsettur til að mótmæla þessari fáranlegu hugdettu í ráðamönnum, þá set ég hann auðvitað með greininni minni.

http://www.quake.is/fallen/motmaeli/

Og náttúrulega greinina sem inniheldur merginn. Og það kalla ég SKÍTAMERG!!! Þannig að fólk viti og fái að lesa um hvað málið snýst

http://mrn.stjr.is/mrn/logogregl.nsf/nrar/reglugerdir1252001

OK,ef þér finnst þetta allt í lagi, og er alveg sama, þá mæli ég með að þú segir þig úr ríkisstjórninni strax, því það er enginn nógu vitlaus til að detta það í hug að finnast það í lagi, nema hann/hún græði á því og hverjir eru það, RÁÐAMENN/ÞÚ!!!


Með bestu kveðju og von um besta gengi í baráttu okkar gegn þessu

ViceRoy