Ég hef oft pælt því fyrir mér afhverju fólk hleypur alltaf um eins og brjálæðingar þegar það kemur 1000kr tilboð hjá einhverjum pizzastað herna, þið getið keypt 2 pizzur + brauðstangir á kringum 2000kr næstum á hverjum einasta pizzastað herna í borginni þetta tilboð er oftast kallað fjölskyldutilboð.
Ég veit að það er mjög hagstætt að kaupa bara eina pizzu á 1000 ef þið eruð t.d. bara 2 að borða, en þetta er oft bara fjölskylda sem kaupir 2 pizzur þegar það kemur 1000 kr tilboð, þá er það komið upp í 2000 en þið fáið þá náttla ekki brauðstangir með:), spáið aðeins í þessu næst þegar það kemur 1000kr tilboð, þótt þetta hljómi vel þá þarf þetta ekki endilegra að vera hagstæðara:).
p.s. vinn hjá pizzastað svo ég veit hvað þessi verð eru oftast i kringum, 2pizzur + brauðstangir eru oftast i kringum 1900 - 2400
jæja þá er þetta nóg í bili, var bara að koma þessari pælingu frá mér :), ætla ekki að segja hjá hvaða stað ég vinn hjá:)