Guð minn góður!!!
Ertu að djóka?!
“Samanlagðar þjáningar þeirra sem syrgja viðkomandi eru minni en þjáningar þunglyndissjúklingsins.” Hvernig geturðu trúað þessu? Þunglyndi er slæmt, já, en langoftast hættir það síðar (kannski ekki ef ekkert er gert), en þegar kannski margir tugir manns elska einhvern, og missa hann, út af sjálfsmorði, þá bæði syrgja þau hann (sem, þó að þú virðist ekki trúa því, er hræðileg tilfinning, það getur verið það versta sem manneskja lendir í á ævinni að missa ástvin) og fá geðveikislega sektarkennd, því nær alltaf finnst þeim að þeir hefðu getað gert eitthvað til að hindra þetta.
Sjálfsmorð er ekki rökrétt, það er heimskuleg uppgjöf!
Og nei, þetta er ekki bara “við skiljum ekki hvað það er slæmt að vera þunglyndur”, hefur mamma þín drepið sjálfa sig? Ég vona ekki, og ef ekki þá get ég alveg sagt það sama við þig, að þú skiljir ekki hvað það sé slæmt (nema kannski ef einhver annar nákominn þér hefur framið sjálfsmorð).
Og, jú, þó við ráðum ekki hvort við lifum eða deyjum, ráðum við mörgu, ég til dæmis ræð því hvort ég svara þér núna eða ekki, er það ekki?
Færð þú svona multipul choise þegar þú ert getinn? Getur maður sagt “neiii, veistu, ég nenni ekki að fæðast núna”?
Er spurt hvort þú viljir deyja þegar þú átt að deyja?
Auðvitað ræður maður ekki hvort og hvenær maður deyr.
Voðalega getur fólk haft brenglaðar skoðanir.<br><br>—————————–
Ef að heilinn væri nógu einfaldur til að við gætum skilið hann værum við of heimsk til að skilja hann!
_____________________________
Hugrakkasti stríðsmaðurinn er sá sem færir frið.