Helstu gallar við kannanir á Huga eru:
*Ekki gert ráð fyrir öllum möguleikum
*Enginn hlutlaus möguleiki
*Höfundur könnunarinnar þekkir umfjöllunnarefnið ekki nógu vel
*Möguleikarnir eru ekki settir fram á hlutlausan hátt
*Heimskulegar stafsetningarvillur
*Of margir möguleikar sem eru í raun sami valkosturinn
Nokkrar grundvallarreglur:
*Ekki skrifa skoðanakönnun um efni sem þú þekkir ekki mjög vel
*Spyrðu sjálfa/n þig hvort könnunin sé of ómerkileg
*Skoðaðu hvort svipuð könnun hefur komið áður
*Gefðu þér tíma til að fara yfir stafsetninguna
*Athugaðu hvort það vanti möguleika sem ætti að vera
*Ímyndaðu þér að þú værir á annarri skoðun en þú ert, athugaðu síðan hvort öllum möguleikunum sé gert jafn hátt undir höfði.
*Ekki hafa fleiri en tvo möguleika sem eru nátengdir, t.d. “Mjög Ánægður” og “Frekar Ánægður” - Mundu síðan að oft er í raun óþarfi að hafa fleiri en einn möguleika.
*Hafðu einn (og aðeins einn) algerlega hlutlausan möguleika, “mér er sama”, “hef ekki álit” eða jafnvel ef þú vilt vera á lágu stigi: “stig” - Þessi möguleiki á að vera fyrir þá sem hafa ekki álit á málinu.
*Ef það er viðeigandi þá skaltu hafa möguleikann “Annað”, þetta er ekki sama og hlutleysis möguleikinn.
*Ef könnunin biður um álit þá skaltu hafa möguleika sem við getum kallað jafnaðarmöguleikann, t.d. hvort er Ferrari og Bar betra: “Ferrari” - “Bar” - “Jafngóð”
*Ef þér finnst að allir ættu að geta valið einhvern möguleika þá eru margir möguleikarnir sem ég hef nefnt hérna að ofan óþarfir en svoleiðis kannanir eru sjaldgæfar - “Hvors kyns ertu?” væri náttúrulega nægilega eindreginn [í einni gestabók sem ég gerði hafði ég þessa spurningu og bætti við möguleikanum "ég veit það ekki" - Þeir sem völdu það voru skráðir í Gestabókina sem "óendanlega heimskar verur"].
Tillögur-Athugasemdir ?
<A href="