<b>CSarar</b>: Þeir eru 13 ára, ekki komnir í mútur, fullt af bólum, litlir, kjaftforir á netinu en geta ekki svarað öðru en einhverju um mæður þeirra sem fara með hvítan fána réttlætisins í taugarnar á þeim.
<b>CSarar í strætó</b>: Sér kapituli fyrir sig er þegar CSarar tala um CS í strætó… “ómægod ég skaut þennan með eivípí og hann skaut til baka og ég dó í heddsjott og sko ég bara hax! Lol lol lol!”
<b>Heimurinn</b>: Heimurinn samanstendur 80% af hálfvitum. Þó má líta á björtu hliðarnar, fleiri og fleiri prósent eru byrjuð að vita af því að þeir séu hálfvitar, samanber prósakk sölu.
<b>Skrúfblýantar</b>: Þeir eru alltaf að brotna, andskotinn hafi það.
<b>Útgjöld vegna skóla</b>: Það verð sem heimilið þarf að borga fyrir þessa vesælu skólamenntun mína er einfaldlega siðlaust. Það er engin frí menntun á Íslandi…
<b>Krakkar</b>: Allir kannast við þessa pirrandi polla, blótandi í bak og suður.. hvar í fjáranum læra þau þetta? Ekki talaði ég svona þegar ég var á þessum aldri, og það gerði enginn annar heldur, svo ég viti af.
<b>Misheppnuð partí</b>: Partí eru einfaldlega tískubóla. Þau eru, eftir sínu eigin eðli, leiðinleg, nema að annaðhvort maður sjálfur eða allir aðrir eru fullir.
<b>Fullt fólk</b>: Allt í lagi með smááhrif, en þegar fólk er einu stigi neðan við æluna er þetta orðið sorglegt.
<b>Danstónlist</b>: Hvað er með þessa andskotans drum'n'base/techno/trance rusl sem er alltaf spilað á böllum? Ég hef uppgötvað nýja vídd í lélegheitum tónlistar með þessu móti. Húrra fyrir mér.
<b>Íslenska málfræði</b>: Ég get alveg séð fyrir mér fullan mann liggjandi yfir ritvélinni: “Ég get búið til… skildagatíð! Og eitthvað annað flippað… þáframtíð! Tíhíhí! Núframtíð! Híha! Þáskildagatíð! Ég er snillingur…”
Og margt meira… hvað er orðið af þessum heimi?<br><br><font color=“gray”><b>BudIcer</b>: Lífið er ekki dans á rósum, en hver myndi svosem vilja eyða lífinu í það að dansa á rósum? …það eru nefnilega þyrnar á rósum.
<i>“The path of the righteous man is beset on all sides with the iniquities of the selfish and the tyranny of evil men. Blessed is he who in the name of charity and good will shepherds the weak through the valley of darkness, for he is truly his brother's keeper and the finder of lost children. And I will strike down upon those with great vengeance and with furious anger those who attempt to poison and destroy my brothers. And you will know that my name is the Lord when I lay my vengeance upon thee.”</i>
<b>Pulp Fiction - Jules (Samuel Jackson)</b></font>
<a href="http://static.hugi.is/video/stuttmyndir/MATRIX_2.MP4">Fylkið Endurhlaðið: Íslensk Matrix paródía, spilast með Quicktime</a
She's well acquainted with the touch of the velvet hand, like a lizard on a windowpane