Nei, ég ætla mér ekki að hljóma eins og SBS.

Málið er að ég rak augun í þessa auglýsingu frá tolvuvirkni.net. Þar stendur:

“Ertu fljótari en tölvan? Þá er kannski <i>komin</i> tími til að uppfæra.”

Hvað kostaði þessi auglýsing? Ég ætla mér ekki að giska á neina tölu, en miðað við hvað ég áætla þá er ótrúlegt að ekki skuli meiri vinna verið lögð í hana. Í fyrsta lagi er hún ósmekkleg og ljót að mínu mati, og svo hefur ekki verið farið nægilega vel yfir textann(sbr. tvö upphrópunarmerki, bil á milli orðsins og upphrópunarmerkisins, stór stafur í miðri setningu o.s.frv.).

Áhrifagildi þessarar auglýsingu dó um leið og ég kom auga á þetta.<br><br><a href="http://www.hvurslags.blogspot.com">Ósnotur maður
hyggur sér alla vera
viðhlæjendur vini.
Þá það finnur
er að þingi kemur
að hann á formælendur fáa.

<i>Hávamál</i></a