Jæja, best að reyna að hafa þetta sem styst.

Ég er sekur um glæp. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að orða þetta, en við skulum bara segja að ég eigi ekkert meira skilið heldur en Árni Johnsen eða Skerjagrandabræðurnir. Ég vona að ég fái fyrirgefningu frá samfélaginu, en ég ætla ekki að biðja um fyrirgefningu á huga. Til þess er hann orðinn of fullur af notendum sem skeyta engu um hvað maður segir hérna.


Og hver er þessu margumtalaði glæpur? Jú, við skulum bara vitna í sjálfan mig á þessari heimasíðu:

<i> Tíunda hver grein sem er send hérna inn er samþykkt. Afgangurinn er illa <b>skrifuðar</b> þriggja lína klausur. </i>


Mér finnst þetta mál afskaplega leiðinlegt og ég vona heilshugar að notendur huga.is séu reiðubúnir að fyrirgefa mér. En ég get því miður ekki verið hér lengur meðal fólks eftir þetta. Ég kveð ykkur því að sinni, og vona að þið og hugi munuð lifa heil.

Undirskriftin mín í Hávamálum mun vera minn minnisvarði.<br><br><a href="http://www.hvurslags.blogspot.com">Ósnotur maður
hyggur sér alla vera
viðhlæjendur vini.
Þá það finnur
er að þingi kemur
að hann á formælendur fáa.

<i>Hávamál</i></a