Sorry þið þurfið ekki að lesa þessa grein, ég þarf bara að fá smá útrás…
Málið er það að ég er svo flókinn persónuleiki, get verið svo misjöfn en ég velti mér alltaf svo mikið úr hlutum sem skipta ekkert miklu máli og ég á ekkert að vera að pæla í… Og ég er alltaf svo ringluð, með lélegt sjálfstraust og ég veit að ég á ekki að vera það en ég er það samt og finn bara ekki leið til að bæta það…
Vinkonur mínar segja að ég sé algjör dramadrottning, og ég veit að það er kannski satt en ég ætla að reyna að hætta því en ég veit ekki hvernig… Æ lífið hjá mér er bara alltaf svo flókið, ég er líka svo viðkvæm, ég er heldur ekki búin lifa mjög léttu lífi, var lögð í einelti í grunnskóla og ekki var það til að bæta sjálfstraustið en sem betur fer hætti það þegar ég fór í menntaskóla, og ég er eiginlega búin að ná mér eftir það núna..

En mér finnst samt ekki skemmtilegt hvernig vinkonur mínar láta stundum við mig, þær eru oft að segja að ég sé sorgleg, væmin, bæld og eitthvað fleira í þeim dúr, og þó að þær segi það kannski meira í gríni heldur en alvöru þá sárnar mér samt, ég meina finnst ykkur það skrýtið? Ég meina, ég viðurkenni alveg að ég er mjög tilfinninganæm og allt það en það er samt óþarfi að kalla mig bælda! Þetta eiga að kallast vinkonurnar mínar! Svo eru þær líka oft að gera mig að fífli fyrir framan aðra, og mér finnst það ekki beint skemmtilegt. Og svo þegar ég tala við þær á góðu og rólegu nótunum um eitthvað sem angrar mig í fari þeirra þá taka þær ekki mark á mér. Samt segi ég oft við þær að þær séu svo sætar og yndislegar og þetta eru þakkirnar sem ég fæ???
Kannski er ég bara sorgleg að ykkar mati núna eftir að hafa lesið þessa grein..
Svo er líka eitt annað mál, strákar… Ég næ alltaf að klúðra þeim málum, ég er kannski spennt fyrir strák og hann fyrir mér en svo næ ég alltaf að messa því einhvern veginn, það hlýtur að vera einhver meðfæddur hæfileiki sem gerir það að verkum. :/

Æ ég er bara svo pirruð núna og varð að létta þessu af mér, það er svo margt sem fer í mig þessa dagana… Þið verðið bara að fyrirgefa ef þessi grein er eitthvað too much fyrir ykkur. Takk fyrir að nenna að lesa þetta…
Ég finn til, þess vegna er ég