Mal3 hefur riðið á vaðið og sent inn hjálparkork um hvernig setja skal fram vandamálagreinar. Þetta er því annar korkurinn í hinu nýja átaki sem ég kynnti í gærkvöldi. Sjá <a href="http://www.hugi.is/forsida/korkar.php?sMonitor=viewpost&iPostID=1334635&iBoardID=52“> hér. </a> Það sem ég ætla að fjalla um í þessum korki er hvernig skal bera sig að við gerð korka hér á forsíðunni.
Eins og margir hafa tekið eftir hafa forsíðukorkarnir ávallt verið mjög líflegir og oftar en ekki skemmtilegir. Nýgræðingar á Huga senda oftar en ekki inn sitt fyrsta efni á þessa korka. Því er mikilvægt að kunna að senda inn korka hingað.
Það fyrsta sem ber að hafa í huga er hvort innihald viðkomandi korks eigi betur heima á einhverju af áhugamálunum hér á Huga. Til dæmis má nefna að það er líklegt að fá viturleg svör við spurningum eins og ”Hvar fæ ég blindrahunda?“ eða ”Hafði Ho Chi Minh áhuga á sundpóló?“. Eins og sést á þessum spurningum þá er frekar augljóst að fyrri spurningin á betur heima á áhugamálinu ”Hundar“ og seinni spurningin á jafnvel heima á ”íþróttir“ eða ”sagnfræði“.
<b>Ath.</b> Ólíklegt er að svar finnist við seinni spurningunni hér á Huga. ;)
Í öðru lagi er ekki gott að senda inn efni hingað ef sendandi er hörundssár. Líkurnar á því að innsent efni verði fleimað eru mjög miklar. Þetta veldur því að aðeins þeir allra hörðustu lifa þessa korka af. Hér inni gildir frumskógarlögmálið og hefur margur góður drengurinn fengið að kenna allsvakalega á þeim sem ofar eru í goggunarröðinni hérna.
Í þriðja lagi ef þið ætlið að vinna ykkur inn virðingu annarra og stærri Hugara með korkum hingað inn, þá getið þið gleymt því. Forsíðukorkarnir eru ekki svæði fyrir upprennandi menn, annað hvort ertu maður hérna inni eða ekki! Það er enginn millivegur. Virðinguna getið þið unnið ykkur inn á öðrum áhugamálum. Virðing er ekki auðunnin hérna á Huga en um leið og þið öðlist hana þá öðlist þið líf hér á forsíðukorkunum.
Síðast en ekki síst vil ég benda fólki á auglýsingar á hinum ýmsu hlutum hafa ekki fallið vel í kramið hjá Hugurum. Því legg ég til að þið leggið það ekki í vana ykkar að auglýsa misgáfulega hluti hérna. Einnig eru áróðurspóstar og tillögur að nýjum áhugamálum sjaldnast vinsælar.
Hugsið ykkur vel um áður en þið sendið inn efni hingað inn. Hugarar eru grimmir í fyrstu en bakvið við eldvegginn leynist oftar en ekki ljúft og göfugt hjarta.
Öll vorum við eitt sinn nýugræðingar hérna og okkur ber að taka vel á móti þeim sem nýjir eru. Hugarar stöndum saman og hjálpum byrjendum á beinu brautina.
Ég vona að þessi korkur hafi komið einhverjum að gagni og muni hjálpa viðkvæmum sálum að lifa af þessa korka.
<b>FORSÍÐUKORKAR HUGA, HÆTTULEGUSTU KORKAR HEIMS!</b>
Takk fyrir mig<br><br>Daywalker
<font color=”#808080“><i>Æðri vitsmunavera</i></font>
| <a href=”http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=skilabodaskjodan&page=new_msg&to_user=daywalker“> Skilaboð </a> | <a href=”mailto:arnar@sel.is">Póstur</a> |