Dag hvern nær Hugi nýju lágmarki. Ef ekkert verður að gert mun þessi internet-veröld vor falla. Við megum eigi láta sundrungu koma upp meðal oss. Sameinaðir stöndum vér en sundraðir föllum vér. Ég hefi mælt slík orð áður og mun mæla þau aftur nú.
Hugarar af gamla skólanum, sameinumst til þess að berjast gegn þessari óöld sem ríkir nú í okkar annars lygna samfélagi. Ef eigi verður neitt að gert eigum við eigi annan kost en að snúa oss yfir í hinn raunverulega heim og ég tel mig tala fyrir marga Hugara þegar ég segi að það viljum vér eigi. Máski er ekki hægt að leggja bann á alla þá viðvaninga sem telja sig sniðuga, en af hverju ekki að hjálpa þeim á hinn þrönga en jafnframt rúmgóða veg réttvísinnar sem svo margir hafa ratað á.
Eitt sinn ráfaði ég um í villu. Ég átti mér eigi takmörk, ég átti mér enga drauma og því hafði ég ekkert að lifa fyrir. En með tilkomu Huga gjörbreyttist líf mitt. Hugarar tóku mér af skilningi og hjálpuðu mér að ramba á veg réttvísinnar. Ég stend í mikilli þakkarskuld við það göfuga fólk sem tók mig undir internet-verndarvæng sinn. Því tel ég að við getum gert það sama við marga af þeim nýgræðingum sem sækja Huga í fyrsta sinn.
Kæru samhugarar,
herör gegn misgáfuðum smágelgjum virðist ekki ganga upp. Við höfum margsinnis reynt að losna við þær en ávallt spretta þær upp eins og gorkúlur yfir sumartímann og því segi ég stopp! Í dag kem ég með þessa spánnýju tillögu og spyr ykkur, því ekki að hjálpa þessum vesælu sálum sem eru flestar aðeins hér til þess að leita huggunar og kærleika. Ég segi því ekki að uppfylla þessar þrár þeirra? Huga samfélagið getur varla versnað úr þessu og ég legg til að við prófum þetta. Þetta er átak sem við getum öll hjálpast að með. Samhjálp Hugara gæti orðið meiri en nokkurn tíma við þetta átak. Því ekki að prófa?
Ég vona að þið hafið notið lestursins og munið hjálpa mér að þróa þetta átak áfram og hjálpa hinum afvegaleiddu samhugurum okkar á beinu brautina.
Ég hef lokið máli mínu,
takk fyrir.<br><br>Daywalker
<font color=“#808080”><i>Æðri vitsmunavera</i></font>
| <a href="
http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=skilabodaskjodan&page=new_msg&to_user=daywalker“> Skilaboð </a> | <a href=”mailto:arnar@sel.is">Póstur</a> |