Ég þoli ekki þegar það er sett íslenskt tal á teiknimyndir.. eða jafnvel bíómyndir eins og það nýjasta “Pabbi passar”.
Nokkur neikvæð atriði við það…
1. Krakkar læra ensku ekki jafn fljótt/auðveldlega ef þau fara alltaf á myndir með íslensku tali.
2. Þetta lýtur bara fáranlega út.. raddir sem passa ekkert við persónuleikana og svo passar það ekki við hreyfinguna á vörunum.
3. Þetta pirrar fullorðna fólkið :P
Maður hlær alltaf þegar maður fer til Þýskalands eða Spánar þar sem allt er talsett, hvort sem það sé Lion King eða Terminator.
Ótrúlegt að meirihluti fólks á Spáni kann ekki rassgat í ensku, eru jafnvel búin að vinna með túristum alla ævi og kunna bara 4 orð í ensku eða “Do not speak english”. Þau sýna mikið af Bandarískum og Breskum þáttum ef ég man rétt svo ef þau myndu ekki talsetja myndirnar þá myndi það auðvelda samskipti þeirra mikið við ferðamenn að mínu mati.
Ætti ekki bara að taka skrefið til fulls ? Talsetja geisladiska…. Nýjasta Britney Spears lagið “Úps Ég Gerði Það Aftur” talsett af Svölu.
*hrollur*<br><br>______________________________________________________________________________________________
<b>I think I´m still clean living… you know, I mean I don’t go home and have orgies or anything like that. I´m still the same person I have always been. (Britney Spears, CNN 2003)</