Ég vil byrja á því að þakka Atla fyrir hans framlag til þessarar keppni. Þó ekki væri nema eitt stig gegn Skotum þá væri staða okkar í riðlinum mun vænlegri. Nú þurfum við að treysta á að Skotar taki feilspor gegn Litháum og tapi fyrir Þjóðverðum.
Eins og ég sagði fyrir stuttu kæru Hugarar þá hélt ég uppi stemningunni á vellinum með trommuslætti, lúðrablæstri og kröftugum öskrum. ;)
Ég er á því að Íslendingar hafi spilað sinn besta leik í mörg ár. Hver einasti leikmaður spilaði frábærlega, þó upp úr hafi staðið Árni Gautur, sem bjargaði okkur nokkrum sinnum með frábærum markvörslum, og svo Þórður Guðjónsson, sem lagði upp flest það sem Íslendingar gerðu í leiknum. Einnig er ég mjög sáttur við hlut Helga Sigurðssonar í leiknum, en í dag sýndi hann hliðar sem hann sýnir ekki oft á knattspyrnuvellinum, þær góðu. Svo var líka frábært hvernig þeir tóku Michael Ballack alveg úr umferð.
Stemningin á vellinum var frábær og flestir ef ekki allir áhorfendur tóku vel undir hvatningarhrópin, sem gerist ekki oft hér á Laugardalsvelli.
Hér með lýsi ég eftir einhverjum sem getur samið góðan og þjálan stuðningsmannasöng fyrir íslenska landsliðið. Ath. að hann verður að vera vænn fyrir fjöldasöng!
ÁFRAM ÍSLAND!<br><br>Daywalker
<font color=“#808080”><i>Æðri vitsmunavera</i></font>
| <a href="
http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=skilabodaskjodan&page=new_msg&to_user=daywalker“> Skilaboð </a> | <a href=”mailto:arnar@sel.is">Póstur</a> |