Ég þoli ekki að flesta daga þarf ég að vera í skólanum frá 8-17. Er þetta ekki í raun MEIRA en fullt starf ?
Maður á að vera 8 tíma í skólanum og svo þegar maður kemur heim tekur við 3 tíma heimavinna… þetta eru 10-11 tíma vinnudagur og auðvitað þarf maður að vinna um helgar til þess að fá vasapening.
Ef maður vinnur svona 20 tíma á viku með skólanum… þá er þetta orðin 75 tíma vinnuvika.
Ég vil að það verði gert átak á Íslandi til þess að breyta þessu. Í stað þess að spara peninga þá ættu að vera fleiri kennslustofur svo það sé hægt að kenna nemendum stanslaust og sleppa eyðunum.
Ef ég væri ekki með eyður þá væri hægt að stytta skóladaginn um allt að 2-3 tíma. Eða ég væri búinn í skólanum ALLA daga kl svona 2-3… og þá hefur maður tíma til þess að ljúka heimavinnunni af fyrir kvöldmat en ekki að vera að berjast við þetta seint á kvöldin áður en maður fer að sofa.
Einnig þarf að styrkja nemendur fjárhagslega. Að mínu mati ætti það bara að setja þetta í lög að fólk eigi ekki að vera að vinna með skólanum. Eins og kennararnir segja á hverju ári þá er þetta fullt starf og við eigum að taka því þannig og ekki vinna með skólanum, en svo þegar buddan klárast alltaf í fyrstu viku mánaðarins þá neyðist maður til þess að fá sér vinnu með skólanum (ef maður er svo heppinn að fá vinnu).
Ef að það yrði gert átak til þess að halda nemendum í skólanum og frá vinnumarkaðnum þá myndi það hafa bein áhrif á atvinnuleysi sem alltaf fer vaxandi.
Það er að virka í nokkrum Evrópulöndum að gefa nemendum laun fyrir að stunda nám (t.d. Danmörku).
Ef við myndum gera þetta þá þyrftum við auðvitað að breyta mörgu. Að mínu mati er allt of margir sem að “hangsa” í framhaldsskólum fyrir foreldra sína eða félagslífið og eru ekki að klára neitt rosa margar einingar.
Skólar ættu að gera meiri lágmarkskröfur til nemenda og reka strax þá sem AUGLJÓSLEGA eru ekki að gera neitt af viti í skólanum. Og á sama tíma nota skattpeninginn sem hefði verið sóað í að styrkja hina nemendurna meira. Einnig væri hægt að auka samkeppni nemenda gríðarlega t.d. með því að einkunnir þeira hafi áhrif á budduna.. eða semsagt ef þú stendur þig vel þá færðu meiri styrk en ef þú stendur þig illa þá minnkar styrkurinn. Mikið fleiri myndu reyna að fá 8 í stað þess að sætta sig við 5… þetta myndi einfaldlega auka menntun okkar og bæta samfélag okkar í framtíðinni.
Hætta að eyða peningunum í erlend sendiráð og gera eitthvað af viti! Takk fyrir! :)<br><br>________________________________________________________________________________________
<b>X-S</b> árið 2007 :)