Reikingamenn taka að jafnaði fleiri veikinda daga á ári en þeir sem ekki reykja. Það er dýrt fyrir atvinnurekandann og því er eðlilegast að ef um tvo jafnhæfa einstaklinga er að ræða þá sé sá ráðinn sem ekki reykir. Ég held samt að það sé sjaldnast látið ráða hvort umsækjandi reyki eða ekki, það er svo margt annað sem er mun mikilvægara þegar kemur að því að ráða starfsmann í vinnu. Ef verið er að ráða í starf og tveir jafnhæfir einstaklingar (þ.e. með sömu menntun, jafn gamlir o.s.frv.) sækja um, en annar reykir en hinn ekki, þá er mun líklegra að atvinnurekandinn leiti eftir því hvor sé líklegri til að vera duglegur í vinnunni heldur en að hann fari að pæla í reykingunum.
Þú gerðir allavegana rétt með því að viðurkenna það að þú reykir, en reyna ekki að fela það.