Saluton amikoj!
Mig langar að vekja athygli ykkar á því að Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands verður með námskeið í <a href="http://endurmenntun.hi.is/tungumal_flokk.asp?ID=23h03“>Esperanto</a> núna í haust. Ástæðan fyrir því að ég er að auglýsa þetta hérna er sú að í kvöld átti að vera ÓKEIPIS kynningarnámskeið en það varð að fella það niður vegna of lítillar þáttöku. Ég óttast því að það verði ekki næg þáttaka á þessu námskeiði heldur og ég fái þar með ekki neitt Esperanto námskeið til að fara á!
Esperanto er tungumál sem pólski gyðingurinn dr. Ludvig Lazarus Zamenhof bjó til og kynnti til sögunnar árið 1887. Tungumálið er í dag sennilega talað af um 1-2 miljónum manna (sumir telja mun fleiri), en erfitt er að vita um nákvæman fjölda þeirra sem það tala þar sem það er hvergi skráð. Sérstaða Esperanto felst fyrst og fremst (að mínu mati) í því hversu einföld málfræðin er, og þar af leiðandi hversu fljótlegt er að læra málið. Rannsóknir sýna að nemendur eru um það bil 5 til 6 sinnum fljótari að ná tökum á Esperanto en öðrum tungumálum. Til samanburðar má nefna að flest okkar læra dönsku (eða eitthvað annað norðurlanda mál) í 6 vetur. Til að ná sömu færni í Esperanto þyrfti ekki að stúdera það nema rúman einn vetur.
Ég hvet því alla sem hafa tök á því að skrá sig á námskeiðið (svo heimtum við Esperanto áhugamál hér á Huga þegar það er búið;).
Hér eru svo að lokum nokkrar heimasíður um Esperanto sem vert er að skoða:
<a href=”http://www.ismennt.is/vefir/esperant/“>Auroro, íslenska Esperanto sambandið</a>
<a href=”http://www.lernu.net“>lernu.net, ókeypis Esperanto nám á netinu</a>
<a href=”http://endurmenntun.hi.is/tungumal_flokk.asp?ID=23h03">Námskeiðið hjá Endurmenntunarstofnun</a>
Tyrone