ég var áðan í kringlunni að kaupa pappír og stóð í rúllustiganum. Einhverjir gaurar voru fyrir framan mig og einn þeirra bendir á mig og segir (var ekkert að hafa fyrir því að lækka róminn heldur) “sko þessa, þessi er soldið skrítin er það ekki? svona skrítin týpa.” og með fylgdu svo hæðnislegar brosglettur.
ég læt venjulega ekki svona aulalegar athugasemdir fara í taugarnar á mér, en ég var bara eitthvað svo innilega óskrítin í dag, bara í venjulegum buxum, venjulegum bol og venjulegri kápu, að ég gat ekki að því gert.
Hvað hann sá skrítið við mig get ég ekki gert mér í hugarlund.
Veit að þetta er frekar tilgangslaus korkur, en ég sá mig tilneydda til að nöldra aðeins um það bara til að fá smá útrás.<br><br>
<i>found myself alone, alone, alone above a raging sea</i>
ég á <a href="http://kasmir.hugi.is/sun“>Kasmír</a> síðu
<i>”Also, any allegations that I had to be rushed to the nearest hospital nearing alcoholic coma and dangerously close to a coke overdose are nothing more than a tissue of lies. It would be pot, anyway." <b>–Severus Snape; Answers to The Authors eftir A. L. Milton</b></i