Þetta er ekki alveg rétt.
Lögin styðja ekki jákvæða mismunun.
Hins vegar segja jafnréttislögin að ef tveir umsækjendur koma til greina af sitthvoru kyninu og eru alveg jafn hæfir þá skal ráða þann umsækjanda sem tilheyrir kyninu sem er í minnihluta á vinnustaðnum.
Sem sagt; ef að á Jóni Jónsyni ehf. stöfuðu fyrir 17 karlmenn en bara þrír kvennmenn þá á konan rétt á starfinu ef hún er jafn hæf og karlinn.
Málið er bara að á flestum hálaunuðum vinnustöðum eru karlmenn í meirihluta. Þess vegna virkar þetta eins og jákvæð mismunu fyrir konur.
Hins vegar ef karlfóstra myndi sækja um starf á leikskóla þar sem fyrir væru konur í meirihluta og við hann myndi keppa um starfið kona sem væri jafn menntuð og hann og jafn hæf þá myndi hann eiga rétt á starfinu þar sem hann tilheyrir því kyni sem er í minnihluta á vinnustaðnum.
Munið samt að þessi regla (þ.e.a.s. minnihlutakyn á sérhverjum vinnustað gengur fyrir) gildir bara ef tveir umsækjendur eru alveg nákvæmlega jafn hæfir samkvæmt lögum og af sitthvoru kyni.
Þannig er þetta.
Ég, persónulega, er á móti þessu, finnst þetta rugl.
Auðvitað á sérhverj vinnuveitandi að ráða fyllilega hvern hann ræður í hvaða starf, óháð kyni og hæfileikum. Jafnvel þann óhæfasta, frænda sinn eða eitthvað, mér er sama, hann á auðvitað að ráða því sjálfur fullkomlega, ef hann ræður ekki þann hæfasta hlýtur það bara að bitna á honum sjálfum.
Auk þess; hver er eiginlega mælikvarðinn á það hver er hæfastur? Ég meina: Nám, gráður og starfsreynsla er nú ekki allt. Eins og þú bendir réttilegga á þá ættu mórölsk sjónarmið vissuelga rétt á sér líka, manneskja sem er mjög menntuð, með marga gráður og svona þarf ekki endilega ða vera sú hæfasta. Hún gæti til dæmis verið afskaplega erfið í umgengni og tollir illa í starfi, á erfitt með að lynda við annað fólk. Er hún þá sú hæfasta? Það er allavegna alveg á hreinu að öll fyrirtæki sem vilja ekki fara á hausinn ´mega ekki sjálfs síns vegna að ráða óhæfari manneskju ef hæfari er í boði, ef þau vilja halda velli verða þau að gera það sem er skynsamast hverju sinni óg óþarfi að hafa vit fyrir þeim.
Varðandi samasem merki á milli feminisma og kvenrembu er ég algerlega á þeirri skoðun að allir sem fylkja sig undir fánanum feminismi hljóti að vera kvenrembur. Það liggur í hlutarins eðli, eða réttara sagt í heitisns eðli í þessu tilfelli.
Hugsið ykkur ef það væri til hreyfing sem héti masculismi eða eitthvað (karlahrefing), hvernig í ósköpunum ætti hreyfing undir slíku nafni að geta titlað sig jafnréttishreyfingu?
<br><br>
<b>fyrrv. nologo</b>
http://www.michelle.mabelle.sontlesmotsquevonttrebienensemble.f