Viltu heimspekilegt svar?
Ef þú spyrðir heimspeking myndi hann eflaust svara þér með annarri spurnigu… eða spurningum.
Hvað þýðir orðið tilgangur? Hver er merkingin?
Hvað þýðir orðið líf? Hvernig skilgreinirur líf?
Þar sem hann vissi mæta vel að þú hefðir ekki hugmynd um hver svörin væru þá myndi að hann ábyggilega láta fljóta með að þessi hugtök væru öll manngerð og miðuð við manneskjur en ekki algild í alheimslegum skilningi og fælu þar með ekki í för með sér nein sannindi.
Það er að segja; spurningin er marklaus. Að spyrja hver tilgangur einhvers sé væri merkingarlaust án frekari útskýringa og að spyrja hver tilgangur lífsins sé væri algjörlega óviðunandi.
Þú getur líka pælt í þessu: Þurfa hlutir að hafa tilgang? Hvað er tilgangur? Markmið? Þurfa sem sagt hlutir að hafa markmið? Hafa dauðir hlutir markmið?
Er ekki markmið bara eitthvað sem menn fundu út eftir á, eftir að hafa séð einhverslag samband á milli orsaka og afleiðinga. Að tilgangur ávaxta sé að vera matur handa okkur? Einmitt vegna þess að ávextir henta fullkomlega til þess að vera matur handa okkur. En var það tilganur þeirra frá upphafi. Þurftu þeir nokkurn tíman að hafa tilgang. Voru það ekki mennirnir sem fundu upp á tilgangnum eftir á.
Lífið, án þess að ég fari út í það að skilgreina það nánar, þarfnast einskis tilgangs. Það er yfir það hafið. Lífið er ekki uppfinning mannanna eða sköpunarverk mannanna og ætti því ekki að þurfa réttlætingu á tilveru sinni af mannlegum mælikvarða.<br><br>
<b>fyrrv. nologo</b>
http://www.michelle.mabelle.sontlesmotsquevonttrebienensemble.f