Ég veit að þetta er mesti og asnalegasti nöldurkorkur ever, en ég verð að koma þessu frá mér. Á morgnanna fæ ég mér yfirleitt eina skál af Cocoa Puffsi og ég hreinlega bara verð að skoða eitthvað eða lesa á meðan ég er að borða. Hér í gamla daga, áður en umbúðirnar voru íslenskaðar, þá voru alls kyns þrautir og skemmtilegheit aftan á pökkunum sem maður dundaði sér að skoða á meðan Cocoa Puffsið var borðað.
Nú er sama leiðinlega myndin búin að vera á pökkunum í fjölda ára og ég er löngu búin að gefa upp alla von á að einhver breyting verði í bráð. Ég er farin að lengja alveg óskaplega eftir að fá bara útlensku pakkana aftur. Er einhver sama sinnis hér?
Tricia
P.S. ég veit að ég er sorgleg þannig að það er alveg óþarfi að kommenta út á það :P