Klukkutíma og 10 mín seinna er pizzan ekki enn komin, ég hringi aftur niður á Hróa, kynni mig og útskýri hvernig þeim tókst að klúðra pöntuninni minni áðan og að mér hafi verið lofað annarri pizzu mér að kostnaðarlausu en hún ekki enn komin. Maðurinn segist muna eftir mér og aftur fer hann að afsaka sig og segir mér að hann hafi bætt inn ”innistæðu“ á símanúmerið mitt, 16” pizzu með 3 áleggstegundum og 2l af kóki. Mér líst frábærlega á það og skelli á, hálfi mínútu síðar fæ ég símhringingu frá sendlinum sem segist vera kominn til mín eftir 2 mín, ok ég fæ pizzuna mína og ekkert fleira með það, ég á innistæðu hjá Hróa og er tja ekki sáttur en ekki fúll heldur. Fékk 2 pizzur og borgaði bara fyrir eina, þó að ég hafi ekki getað borðað hina pizzuna þar sem að það var _allt_ sem ég borðaði ekki á henni.
Rúmri viku síðar hringi ég aftur niður á Hróa, kynni mig og segi hvernig þetta hafi verið um síðustu helgi og að mér hafi verið lofað “innistæðu”. Ljóskan á hinum endanum segir að í tölvunni sé hvergi minnst á neina innistæðu, mér finnst það nú hálf skrýtið og bið hana um að gá aftur, hún segir að þetta sé á skjánum beint fyrir framan sig og þar sé ekki minnst á neina innistæðu. Við ræðum þetta aðeins meira, ég pirra mig aðeins en bara nenni ekki að fara nákvæmlega út í hvað var sagt en ég enda pizzulaus.
Nú veit ég ekki hvort að gaurinn hafi bara verið að ljúga að mér og vonað að ég myndi gleyma þessari innistæðu eða bara gleymt að setja þetta inn í tölvuna.
Semsagt eftir næstum 2 og hálfs tíma bið uppskar ég 2 pizzur, aðra sem ég gat ekki borðað og borgaði fyrir, 2l kók og mikinn pirring.
Ef það eru einhverjar innsláttarvillur bið ég alla vinsamlegast um að leiða þær hjá sér eða bara hengja sig á staðnum.
<br><br><i>Squeeze me baby, till the juice runs down my leg. The way you squeeze my lemon, I'm gonna fall right out of bed.</i> -Led Zeppelin - The Lemon Song
“There is no need for torture, hell is other people.”