Reyndar á “2038 vandinn” einmitt við Unix/Linux vélar, þar sem þá verða liðnar 2^31 sek frá Unix Epoch (1. janúar 1970). Þessi kerfi vinna með tíma sem liðnar sek frá téðum Epoch, og 32 bita UNIX kerfi munu því ekki geta sýslað með tíma eftir 19. janúar 2038, kl 3:14:07; þá verða 2,147,483,648 (2^31) sek liðnar.
Hitt er svo annað mál að leit að 32 bita kerfi í notkun verður án efa ekki auðveld eftir 35 ár… :)
Áhugasamir geta prófað þetta með eftirfarandi perl skriftu:
—copy—
#!/usr/bin/perl
use POSIX;
$ENV{'TZ'} = “GMT”;
for ($clock = 2147483641; $clock minnaenmerki 2147483651; $clock++)
{
print ctime($clock);
}
—end copy—
Minnaenmerki skal skipta út fyrir viðeigandi merki, functionið sem strippar html fílar það væntanlega ekki.
Vistið þetta í t.d. time.pl, chmod 700 time.pl && ./time.pl
Outputtið er svona:
Tue Jan 19 03:14:01 2038
Tue Jan 19 03:14:02 2038
Tue Jan 19 03:14:03 2038
Tue Jan 19 03:14:04 2038
Tue Jan 19 03:14:05 2038
Tue Jan 19 03:14:06 2038
Tue Jan 19 03:14:07 2038
Fri Dec 13 20:45:52 1901
Fri Dec 13 20:45:52 1901
Fri Dec 13 20:45:52 1901
Áhugavert? :)
Smegma