Ég fór að pæla smá…
Það boðar aldrei á gott, þegar ég fer að pæla. En nóg um mig.

Núna eru Maggi Kjartans og félagar í Stef, alveg á fullu að hræða gamla sjoppu-eigendur og rukka þá um Stefgjöld ef þeir hafa útvarpið kveikt.

En hvernig er það, er stefgjöld af íslenska Þjóðsöngnum?
Ekki þarf að borga stefgjöld hvert skipti sem hátalarakerfi laugardagsvallar gubba þessu lagi útúr sér?

Ef svo væri, hver ætli fá þessi stefgjöld. Ætli það sé ríkið, landsbyggðin, atvinnulausar húsmæður í breiðholtinu eða fer þetta bara beint í rassvasan á Magga Kjartans?

Ég trúi á vitneskju ykkar, kæru hugarar.
Opnið fyrir flóðgáttir hugans og fræðið okkur um þetta málefni.
(Vá rosalega var ég spekingslegur þarna. Stjarna í kladdan minn)<br><br><font color=“#808080”><b>baldvin mar smárason</b></font>
<a href="http://www.bmson.is“><font color=”#C0C0C0“><b>heimasíða</b></font></a>
<a href=”http://server.bmson.is/portfolio“><font color=”#C0C0C0“><b>portfolio</b></font></a>
<a href=”http://www.ground-unit.com“><font color=”#C0C0C0"><b>linka safn</b></font></a