Byrja á byrjuninni..
Hringdi til Danmerkur fyrir nokkrum dögum síðan og talaði við konu sem sagði mér að það væri til nóg af miðum á Hróarskeldu. Sama dag pantaði ég flug með Icelandair til Köben og daginn eftir pantaði ég miða á Hróarskeldu.
Pöntuninn gekk auðveldlega í gegn átti að borga 1050 danskar kr fyrir og það kom eitthvað á þessa leið “Thank you for your order” og ég var sendur aftur á aðalsíðuna.
Þetta væri í frásögu færandi nema hvað að ég fékk enga staðfestingu í email eins og ég bjóst við. Þannig í morgun hringdi ég til Danmerkur og það kemur í ljós að þau seldu mér miða sem ekki var til. Þau halda því fram að það hafi verið orðið uppselt þegar ég pantaði. Samt stóð ekkert um það á heimasíðunni og ekki dettur þeim í hug að senda mér email og láta mig vita að miðarnir væru búnir. Þetta finnst mér mjög furðulegt. Tek það samt fram að ég er ekki búinn að borga fyrir Hróarskeldumiðan.
En þessi gagnslausa pöntun kostaði mig 25000 kall og gerir það að verkum að ég sit uppi með óbreytanlegan miða til Danmerkur.
Þannig eins og svo margir aðrir þá óska ég eftir að kaupa miða á Hróa. Þar sem ég veit að allt flug er svo til uppfullt þá hljóta eitthverjir þarna úti að eiga miða á Hróa en ekkert flug. En Danmerkurmiðinn minn er ekki handónýtur þar sem einn besti vinur minn býr úti og enda ég líklega bara á því að heimsækja hann ef ég kemst ekki á festivalið.
En endilega hafið samband í síma 8961205 ef ykkur vantar að losna við miða!