Raunar er meira vit í Tvíhöfða en fólk heldur. Þeir fengu Geir H. Haarde í viðtal í morgun, og komust að því að hann veit ekki hvað 1,5 lítrar af mjólk kostuðu. Radíó-X er það sem að kallast FF (Frjáls Fjölmiðill) og hafa þeir leyfi til að gera hvað sem er í þeim. Það er hins vegar ekkert vit í þessum rásum sem að eru reknar af ríkinu, Rás 1 & 2, og ætti í rauninni að leggja þær niður. FM 957 er ein af þeim stöðvum sem að gera þetta sem þú sagðir, fá lista í hendurnar, tala ekki neitt og spila bara lög. Það má því segja að Radíó-X sé eina útvarpsstöðin sem einhvað vit er í, sama hvað þú og aðrir segja.
Ef að þessar Tónlistarfréttir væru ekki hérna, þá væri fátt að tala um. Þessar fréttir eru oft á tíðum fróðlegar og skemmtilegar, auk þess sem að þær eru gott tækifæri til að láta alla vita hvað Fred Durst er ömurlegur.
Ljóðin eru leið sumra listamanna til að tjá skoðanir sínar á þessum og hinum hlutum, auk þess sem að ljóð eru góð leið til að æfa íslenskuna. Það eru ekkert fleiri ljóð sem að berast inn á huga.is en greinar sem að berast inn á undirtóna. Ef eitt ljóð væri samþykkt á tveggja tíma fresti mynduð þið varla taka eftir því og hætta að kvarta.
Hvað varðar auglýsingu Tvíhöfða þá er ekkert um það að segja annað en að hún er gerð í góðu gríni. Það er allt annað innihald sem að kemur fram í þáttunum en kemur fram í henni. Ef að þú myndir setjast niður og hlusta á drengina þá myndir þú skilja að það er nokkuð til í því sem þeir segja.
Helmur the almighty<BR